[vc_row][vc_column width=”1/6″][/vc_column][vc_column width=”2/3″][vc_column_text css=””]

Pólski Skólinn í Reykjavík

Skólaárið 2024 / 2025

logo_szkola_polska_2015

Pólski Skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 2008. Skólinn var stofnaður af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að móðurmáli , pólskri sögu og landfræði Póllands til pólskra barna sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli, því er mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðan, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál.

Skólinn er rekinn af Vinafélag Pólska Skólans í Reykjavík. Til vinafélagsins teljast allir foreldrar barna sem stunda nám í Pólska Skólanum og kennarar skólans. Vinafélagið ræður kennara með viðeigandi menntun sem þarf til að kenna námsfög.

Árið 2020 Pólski Skólinn í Reykjavik fékk tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir “mikilvægan stuðning við tvítyngda nemendur og þróun fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sem og fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og öfluga starfsþróun’’.

Í augnablikinu tæplega 330 nemendur á aldrinum 3 til 14 ára eru að stunda nám í Pólsk Skólanum.

Námskráin felur í sér:

Leikskóli:

Hópur: 3-4 ára og Hópur: 5 ára – pólsk tungumál og menning

Grunnskóli:

Bekkir: 0-3 – aðallega pólsku
Bekkur: 4-8 – pólsku, sögu og náttúrufræði

Kennsla fer fram á laugardögum á milli 9.30-14.30 í Fellaskóla, Norðurfelli 17-19, 111 Reykjavík. Innskráning í skólann er frá maí til lok júlí en við erum að taka á móti nemendum allt árið.

Borgað er fyrir kennslu tvisvar ári eða einu sinni á önn. Mánaðargjöld eru frá 9.500kr til 10.500kr fyrir fyrsta barn og svo er 50% afsláttur fyrir hvert barn innan sömu fjölskyldu.

Það eru menningarviðburðir yfir skólaár: þjóðhátíðir í nóvember og maí, heimsókn jólasveinar sem gefur pólskar bækur, karnival ball fyrir yngsta stig og keppni fyrir elstu börn o.s.fr..

Skólinn býður einnig upp á:

● Bókasafn, þar sem allir geta gerst áskrifendur. Þar eru bækur, orðabækur, orðasöfn, barnabækur, geisladiskar og fleira (um 7500 bækur)
● Skólasálfræðingur með ráðgjöf fyrir nemendur og foreldra
● ráðgjöf talmeinafræðings

Skólinn sendir námsmat nemenda til íslenskra skóla – einkunnir eru skráðir í Mentor með samþykki skólastjóra viðeigandi skóla.

Það er mjög mikilvægt fyrir Pólska Skólann að mörg sveitarfélög séu að styðja pólskunám með frístundastyrki. Frá skólaári 2023/24 Reykjavíkurborg greiðir skólagjöld fyrir nemenda með lögheimili í höfuðborginni. Fleiri sveitarfélög eru að skoða svipað fyrirkomulag.

Nánari upplýsingar er hægt að fá:
www.szkolapolska.is
Vinafélag Pólska Skólans
Álfhólsvegur 91, 200 Kópavogur
Sími: (+354) 822 09 25
Tölvupóstur: szkola@szkolapolska.is
Kennitala: 520109–2340
Númer bankareiknings: 0117–26–023400

Í mikilvægum málum, vinsamlegast hafðu samband við:
Dominika Krzysztofsdóttir – skólastjóri, 822 0925, dominikak.spspr@gmail.com
Marta Wieczorek – aðstoðarskólastjóri, martaw.spspr@gmail.com
Aneta Włodarczyk – umsjónarmaður bókasafns, 820 4065, anetaw.spspr@gmail.com[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/6″][/vc_column][/vc_row]