Afmælishátíð Pólska skólans

1070

Pólski skólinn í Reykjavík hélt afmælishátíð um helgina í íþróttahúsinu Austurbergi en skólinn fagnar í ár 10 ára afmæli. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, hélt ávarp og veitti skólanum viðurkenningarskjal við hátíðlega athöfn.

Pólski skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 2008 af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að móðurmáli, pólskri sögu og landafræði Póllands til pólskra barna sem dvelja og eiga heima á höfuðborgarsvæðinu. Skólinn er rekinn af Vinafélag Pólska Skólans í Reykjavik. Til vinafélagsins teljast allir foreldrar barna sem stunda nám í Pólska skólanum og kennarar skólans. Pólski skólinn á Íslandi hefur stækkað hratt frá því hann var stofnaður árið 2008 og er nemendafjöldinn nú eins og í litlum grunnskóla – voru um 60 í upphafi en eru nú 360.

Dóra Björt, forseti borgarstjórnar ávarpaði gesti og færði skólanum viðurkenningarskjal. Dóra björt minnist á mikilvægi þess að auka lestrarfærni tvítengdra barna í skólunum, en þar gegnir pólski skólinn ákaflega mikilvægu máli.

,,Pólverjar eru svo mikilvægur hluti af borgarsamfélaginu okkar og hafa átt stóran þátt í þeim framförum sem hafa átt sér stað í borginni okkar síðastliðinn 15 ár og að sama skapi hafið þið auðgað mannlífið og aukið fjölbreytileikann hér” sagði Dóra Björt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði gesti og færði skólanum fjárstyrk að gjöf. „Góður grunnur í móðurmáli er því góð undirstaða fyrir íslenskukunnáttu. Það er ekki síst mikilvægt þegar kemur að því að byggja upp samfélag þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna.“ sagði Katrín við gesti afmælishátíðarinnar. (Vefur stjórnarráðsins)

Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli, því er mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðan, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál. Nánar

https://reykjavik.is/frettir/afmaelishatid-polska-skolans