Pólski Skólinn í Reykjavík

Skólaárið 2016/2017

logo_szkola_polska_2015

Pólski Skólinn í Reykjavík var stofnaður árið 2008. Skólinn var stofnaður af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að móðurmáli , pólskri sögu og landfræði Póllands til pólskra barna sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli, því er mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðan, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál.

Skólinn er rekinn af Vinafélag Pólska Skólans í Reykjavik. Til vinafélagsins teljast allir foreldrar barna sem stunda nám í Pólska Skólanum og kennarar skólans.

Í augnablikinu hefur skólinn um 300 nemendur á aldrinum 5 til 18 ára, þau stunda nám í bekkjum 0 – 6 (grunnskóla). 1 – 3 (gagnfræðaskóla) og sérstakt nám fyrir þau yngstu (5 ára).

Vinafélagið ræður kennara með viðeigandi menntun sem þarf til að kenna námsfög.

Námskráin felur í sér:
Grunnskóli
Bekkir: 0 – 3 – aðallega pólsku og trúabragðafræði fyrir þá sem hafa áhuga á.
Bekkur: 4 – pólsku, sögu og trúabragðafræði fyrir þá sem hafa áhuga á.
Bekkir: 5 –6 – pólsku, sögu, náttúrufræði og trúabragðafræði fyrir þá sem hafa áhuga á.
Gagnfræðaskóli
Bekkir: 1 – 3 – pólsku, sögu, landafræði og félagsfræði.

Kennslustundir eru á laugardögum á milli 9.30-14.30, í Fellaskóla, Norðurfelli 17-19, 111 Reykjavík.

Innskráning í skólann er frá maí til september.

Borgað er fyrir kennslu mánaðarlega. Mánaðargjöld eru 7500 kr/8500 kr. fyrir fyrsta barn og svo er 50% afsláttur fyrir hvert barn innan sömu fjölskyldu.

Í lok hvers skólaárs er hátíð fyrir börn og foreldra með margskonar keppnum ásamt verðlaunum og dýrindis snakki.

Í tilefni þess að „Mikolajki” jólasveinninn heimsækir börnin, gefur hann sætar gjafir eða ef nauðsynlegt birki stangir.

Árlega í janúar er ball fyrir grunnskóla og fyrir gagnfræðaskólann er keppni í þekkingu.

Skólinn býður einnig uppá:

– Bókasafn, þar sem allir geta gerst áskrifendur. Þar eru bækur, orðabækur, orðasöfn, barnabækur, geisladiskar og fleira.
– Stærðfræði, enska, talþjálfun og sérkennsla.
– Skólasálfræðingur með ráðgjöf fyrir nemendur og foreldra.

Skólinn gefur vottorð, sem er hægt að fá á einkunnarspjald frá íslenskum skólum með samþykki skólastjóra viðeigandi skóla. Einkunnir /stig í pólsku tungumáli eru sendar tvisvar á ári til íslenskra skóla þar sem okkar nemendur hafa stunda nám.

Nánari upplýsingar er hægt að fá:
www.szkolapolska.is
Vinafélag Pólska Skólans
Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík
Sími: (+354) 822 09 25, 822 24 66
fax (00354) 511 11 20
Tölvupóstur: szkola@szkolapolska.is, spspr@szkolapolska.is;
Kennitala: 520109–2340
Númer bankareiknings: 0117–26–023400

Í mikilvægum málum, vinsamlegast hafðu samband við:
822 09 25 – Monika Sienkiewicz – skólastjóri
822 24 66 – Marta Wieczorek – aðstoðarskólastjóri
820 40 65 – Aneta Włodarczyk – umssjónamaður bókasafns

Polish School in Reykjavik – presentation